fimmtudagur, nóvember 01, 2007
oftast sofna ég á nokkrum sekúndum á kvöldin en á mánudaginn(alveg furðulegt tvíburadæmi) þá gat ég ekki sofnað. þá mundi ég nokkuð sem er virkilega afbrigðilegt en ég hef aldrei hugsað um það þannig áður. það er nefnilega þannig að þegar ég get ekki sofnað þá birtast mér fyrir sjónum tvær svipmyndir til skiptis. það eru tveir blýantsteiknaðir karlar. teiknimyndafígúrur í svarthvítu. annar er svona bollu gaur ljós allur yfirlitum með ávalar línur og lítið feitt bros. með lita, feita putta og með stutt ljóst hár. hinn maðurinn er líka teiknimyndafígúra sem er lítill og mjög horaður með svart skítugt hár og það er eins og það sé búið að krassa yfir hann. hann er veiklulegur og brosir ekki. þetta eru myndir sem ég þekki svo vel í huganum og þegar ég rifja það upp þá get ég ekki munað hvenær í ósköpunum ég fór að sjá þessa gaura. svo á milli þessara svipmynda koma svona „plobb“ hljóð eins og stór sápukúla sé að springa. hún er samt frekar eins og blaðra en það kemur ekki hvellur. ég veit ekki hvaða fordómar þetta eru í mér en mér líkar ekki mjög vel við þann granna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli