í samhengi við frásögn mína af gæjanum sem saug uppí nefið er skemmtilegt að segja frá því að ég hef hrotið nær alla mína ævi.
í haust fékk ég skýringuna á því af hverju þetta stafar. ég vissi reyndar að ég hefði verið með krónsíka bakteríusýkingu í nefi til 8 ára aldurs en fljótlega fór ég að hrjóta aftur. nú hef ég fengið þá skýringu að orsökina megi rekja til atviks þegar ég var 10 ára.
þá fór ég út að leika mér niðrí skóla. við fórum í eltingaleik í kastalanum og það komu strákar að stríða okkur og elta. einn var á hælunum á mér og ég ýtti honum. en þar sem strákurinn var á línuskautum í mölinni þá datt hann aftur fyrir sig. honum brá svo mikið og reiddist að hann varð snælduvitlaus og ég flúði í ofboði. ég faldi mig á bakvið grind þar sem ég sá hann og sá líka þegar hann tók upp steinhnullung og þrykkti honum í átt að mér og ég man ekki fyrr en hann hafði lent í andlitinu mínu og blóðið var byrjað að fossa. ég grét hástöfum og hljóp heim og myndaði blóðslóð alla leið heim til mín. blóðið fossaði áfram og ég lá yfir baðinu heima þegar mamma stráksins hringdi til að fá skýringu þess að strákurinn hefði komið heim í losti. mamma og pabbi ákváðu að fara ekki með mig upp á slysló því það væri ekkert hægt að gera við nefbroti svo upp frá því hef ég verið með skakkt miðnes (brjóskið milli nasanna)og aumt nef, fundið tárin renna fram við smá nefpot, hrotið og við strákurinn höfum ekki verið vinir.
læknirinn minn sagði að það þyrfti að endurinnrétta á mér nefið ef ég vildi laga þetta en ég las á blogginu hennar sigríðar ásu að það sé nóg að rekast í hurðarkarm. mér datt líka í hug hvort málið væri kannski ekki enn búið að fyrnast þar sem það lítur út fyrir að hann raggi (örlagadrengurinn) muni verða vel stæður á næstunni og geta borgað mér bætur. kannski kæmist ég líka í séð og heyrt.
mánudagur, nóvember 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli