miðvikudagur, nóvember 07, 2007

í gær var ég hrjáð af hræðilegum leti/„ætlaði en gerði ekki“ degi.

vaknaði og hélt upp á kjalarnes til að brúðubílast. ætlaði að leika aðalbrúðuna í sýningunni en vegna þess að ég hafði aldrei komið við brúðuna áður hafði ég ekki alveg tökin á henni og ég lék hann ekki. veit reyndar ekki hvort það er afbrigðilegt að kunna ekki fullkomlega að leika brúðu sem þú hefur aldrei komið við áður. allavega. ætlaði auðvitað í málfræðitíma en náði ekki útaf brúðubílnum. hafði ætlað að hjálpa til með vörutalningu í eymundsson en klukkan 3, eftir tíma fannst mér of seint að mæta, þau hlytu að vera búin með þetta og tæki því ekki að mæta áður en ég færi í tónskólann. ætlaði í söngtíma kl 16.30 en fór ekki því hann féll niður. ugla sannfærði mig þá um að koma á leiksýningu stúdentaleikhússins. hafði ætlað í fimleika en fór ekki til að geta séð sýninguna. vegna roksins nennti ég ekki að hjóla uppí laugardal í hljómfræði sem ég hafði ætlað í svo ég hélt bara áfram að læra. gígja hringdi svo með tilboð um að fara á málfund í hinu húsinu á sama tíma og leiksýning. ákvað að fara frekar á fundinn í stað leikhúss. fundinum, sem ég hafði ætlað fara á, var aflýst svo ég fór ekki. á leið heim kl. 9 hitti ég starfsfólk eymundsson sem var að ljúka við vörutalninguna og hefði ekki veitt af aukahöndum.

ætlaði að leika sýningu, fara í tíma, söngtíma, vörutalningu, hljómfræði, fimleika, leiksýningu og á málfund – gerði hins vegar ekkert af þessu. Reyndar ekki bara mér að kenna en mér finnst þetta segja glöggt til um að einhver letipúki hafi náð tökum á mér.

dagurinn fór reyndar ekki bara í vaskinn – fór í umræðutíma, lærði nú eitthvað, átti góðar stundir með uglu og gígju, ræddi mikilvæg málefni við ásu í hinu húsinu og plataði svo magga með mér í útihlaup á álftanesi.

á að vera að skrifa ritgerð núna en er að blogga, er búin að sofa yfir mig og eyða 2 og ½ klst í matartíma. er leikurinn að endurtaka sig?

á maður að fara í vísindaferð í fyrirtæki sem maður fyrirlítur? á ég kannski að fara til að ausa þar úr banka þrætuþarfarinnar?

Engin ummæli: