föstudagur, janúar 09, 2009

piura og áramótin

um hollu flaeddu blendnar tilfinningar thegar keyrt var inn i piura. ekkert breytt. allt vid hid sama. og a rutustodunni beid okkar litil saet kona sem knusadi okkur og kyssti. mamman hennar. thar med gengum vid inní hlýjuna í piura en um leid inní sápuóperu. pabbinn farinn frá mommunni fyrir "hóru" (ord mommunnar), hann reynir ad kaupa bornin med gjofum - 13 bolir í ripley handa stráknum, hún kemst ad thvi ad hann hafi lika verid med annarri konu thar sem hann vann í frumskóginum og med theirri konu eigi hann barn. systurdóttir mommunnar var raend, kom svo ekki heim af strondinni i marga daga og let ekkert vita, thar á undan hafdi hún rifist svo heiftarlega vid mommu sína ad hún fluttu út (18 ára) og mamman okkar hirti hana upp af gotunni, mágurinn rosalega veikur og dó í dag. bródirinn kyssti adra stelpu en kaerustuna sína, kaeraastan haetti med honum, hann reyndi ad braeda hana aftur med thvi ad skreyta allt húsid med blómum og fondradi plakat med ástarjátningu. uppáhaldshundinum var raent, thjónustustelpan fór í september og sídan thá hefur hvorki verid thrifid né eldad og kettirnir thrír fengid ad leika lausum hala og kúki. pabbinn skuldum vafinn og kennir mommunni um. hún má ekki einu sinni halda e-mailinu sínu í fridi. eins og hún komst ad ordi thá má hann fá fullnaegingar med 20 konum en hún ekki einu sinni rafraent. ísskápurinn biladi og ef gud hefdi ekki vakid mommuna og hún séd hvernig ísskáurinn skaut gneistum og slokkt á honum thá hefdum vid ábyggilega dáid vid sprenginguna. og svona gaetum vid haldid áfram og áfram.

en pily (mamman) segist vera ánaegd ad vid seum hérna, nú er hún farin ad borda og vid erum búnar ad hjálpast ad vid ad thrífa og elda. hún virdist vera ad taka gledi sína á ný eftir áfollin undanfarid. vid gerum okkar besta og thvi hafa ferdalogin okkar ekki verid lengri hedan en 3 dagar á strondina til ad fagna nýja árinu.

vinir hollu sannfaerdu okkur um ad fara bara a strondina og redda okkur thar gistingu. vid heldum thvi bara ut i ovissuna til ad halda hefdinni, vera i ovissu a hatidisdogum. i versta falli tha graefum vid okkur bara i sandinn. vid fengum ad sofa a flatsaeng med unglingspiltum ( brodur hollu og vinum hans )fyrstu nottina sem voru ad sturlast i hormonaflaedi og gigja fekk ad kynnast sinum skerf af thvi. drengur sem hun hafdi aldrei sed adur ( vinur brodur hollu ) notadi serstaka taktik til ad taela gigju sem folst i thvi ad troda ser a dynuna hennar, kreista hana svo og káfa á, reyndi ítrekad ad kyssa hana og sleikja og elti hana svo um allt hus. gigja var ordin svo reid ad hun endadi a ad lemja unglingsstrakinn, segja ad hun vaeri 28 ara og hvad hann heldi eiginlega ad hann vaeri. hann do ad lokum.

i hraedilegri lykt voknudum vid og fordudum okkur ur hormónabaelinu. ceviche og strondin bidu okkar og sólin kom betur fram vid okkur en unglingsstrákur naeturinnar. en sólin myndi halda sína leid aftur og vid vorum heimilislausar. svo vid roltum heim í húsid og veltum fyrir okkur hvernig vid aettum ad snúa okkur í thessu máli. nú var húsid ordid pakkad af eldri fraendum og fraenkum sem voru komin frá lima til ad dvelja í fína húsinu med fraendfólki sínu. vegna heimilisleysis okkar tókum vid rádin í okkar hendur. notum sídari part dagsins í ad tjatta vid fraendurnar og fraenkurnar, spjalla um ísland, perú og lífid og eftir 2 klst thegar thad kom til tals ad vid yrdum ad fara og finna okkur gistingu thá kom thad ekki til máls. tharna myndum vid vera og ekki fara fet. okkur til mikillar ánaegju var dýna rifin af strákunum og komid fyrir hjá thjónustustelpunum tveimur ( sem hofdu algjorlega laert ad hafa stjorn á hormónum sínum ).

nýja árid gekk í gard thetta kvold og vid vorum staddar í voda fínni veislu. thar var dansad og drukkid og horft á flugeldasýningu. thannig byrjadi nýja árid í hitanum í perú ásamt thvi ad unglingstrákur vard fyrir bardinu á hollu sem henti honum í sjóinn, henni til mikillar skemmtunar en honum ekki. nýjársdagur var haldinn hátídlegur med strond og sjósvamli. kvoldinu fylgdi naesta veisla og thá vorum vid ordnar lúnar. thad var voda gott ad koma aftur til piura 2. janúar. sólbrenndar og komnar med nóg af partýum, unglingsstrákum, sandi og thví ad vera útigangsmenn.

fimmtudagur, janúar 08, 2009

jólin

adfangadagur var haldinn hatidlegur i fadmi moskitoflugna. blautar og thvaeldar. vid settumst a arbrunina og aetludum, kl. 18 á íslenskum tíma, ad kveikja a kertum. eldspýturnar reyndust jafnblautar og macchu picchu. tha dró halla upp kramda jólakoku sem hafdi fengid ad thvaelast med alla leid ur bónus. jólagjofin handa gígju thad árid.

í annad skiptid á tveimur dogum voru tár kreist fram og í sídara skiptid vegna thess ad thad átti ad halda okkur í túristabaenum aguas calientes i tvaer klukkustundir i vidbót og thad á jólunum! tár og blikk til adalgaejans á svaedinu kom okkur upp í fínustu lestina. thegar klukkan sló 6 á okkar tíma sátum vid ad snaedingi í rándýrri lest og opnudum pakka sem hafdi verid smyglad med i farangur. onnur jólin haldin í sólsetrinu.

ástralskar stelpur sem voru greinilega med jólaandann á réttum stad í hjartanu stungu okkur í bakid og skildu okkur eftir í reidileysi í smábaenum ollantatambu. thar stódum vid i reidileysi og halla kvaesti a leigubilstjorana sem gjommudu a okkur og kroppudu i okkur eins og hraegammar. ad lokum settumst vid upp i bil hja manni sem reyndi ad braeda okkur med braudi og spjalli.

vid vorum gudslifandi fegnar thegar vid komumst fra manninum sem var ekki jafnkatur ad thurfa ad kvedja okkur. knusadi okkur og kyssti.( skrautlegt ad sja thad fyrir ser ef allir leigubilstjórar myndi knúsa mann og kyssa i kvedjuskini ). hoskudum okkur heim a leid og sidar ut ad borda. vorum voda godar vid okkur, hvitvin, pasta og sukkuladifondu. horfdum svo a jolamisskilning cuscobua sem felst i thvi ad tryllast i flugeldum kl. 12 a adfangadagskvold. spurning um hvar i kerfinu misskilningurinn hefur ordid. skreyttum stolna furu med astrolum undir flugeldasprengjum. thannig voru jolin.

jóladagur fólst í ferdalagi til lima. tókum flugid og hitinn tók aftur á móti okkur. tha skyldum vid taka stefnuna á huaraz en skyndiákvordun breytti stefnunni og vid hoppudum upp i rútu til chiclayo. gígja skyldi losa sig vid jolakvefid adur en kuldanum yrdi aftur heimsóttur.

mánudagur, desember 29, 2008

i skyjunum a jolunum

jólin voru ein thau áhugaverdustu sem vid hofum upplifad en verda sennilega ein thau eftirminnilegustu lika. eftir ad hafa svamlad uti i sefeyjar, gist hja innfaeddum og haskad ser til cusco.

allt kostar milljon i sambandi vid macchu picchu. labba inkaveginn, taka lestina, gista nalaegt macchu picchu o.s.frv. thad er lika allt bannad.

vid tokum til okkar rada, leigdum okkur tjald og keyptum okkur randyra lestarmida. akvadum ad hoppa ut a km. 104 sem er 6 klst. adur en madur kemur til baejarins augas calientes (thadan sem er haegt ad komast til macchu picchu). atti ad vera frabaert plan. thadan aetludum vid ad klifra upp i fjallshlidar, gista i tjaldinu okkar og fara svo eldsnemma til macchu picchu.

a km. 104 var bru sem troll vildi ekki leyfa okkur ad fara yfir. thott vid kreistum fram tar, tha var hann ekki tilbuinn til ad forna vinnunni fyrir okkur. svo vid roltum medfram urumbamba-anni og lestarteinunum sem leiddu okkur til turistabaejarins aguas calientes. 2 km lengra og naer macchu picchu fundum vid tjaldsvaedi. tjaldsvedid var stadsett beint fyrir nedan macchu picchu og vid saum i brunirnar a borginni ur tjaldinu okkar. vid vorum langt fra ollu nema fidrildahusi thar sem einn fatladur strakur atti heima.

eftir ad hafa bordad tvaer dosir af tunfiski i stadinn fyrir saltfisk og skotu forum vid ad sofa. badar mjog afslappadar med thetta. kolnidamyrkur, arnidur og svo byrjadi ad rigna. skyndilega kemur eitthvad askvadandi og halla tok ankof, en thad reyndist bara vera hundur sem vildi passa okkur. nottin vard skrautleg, hundurinn vakti okkur odru hverju med urri og gelti, gigja vaknadi aftur og aftur i nyjum polli og thegar vid voknudum til ad labba af stad upp til machu piccu var allt gegnsosa. vid gengum fra flestu og orkudum af stad.

thad eru abyggilega um 1000 troppur upp ad macchu picchu og i hellidembu og kolnidamyrkri fannst okkur thaer vera 5000. eftir rumlega klst., med blodbragd i munninum komum vid loksins upp til macchu picchu. kl. 6 var opnad og vid hlupum upp a utsynisstadinn til ad sja postkortamyndina ad macchu picchu. thegar vid komum upp reyndist utsynis vera sky. sky og aftur sky.

mánudagur, desember 22, 2008

jólin verda haldin i machu picchu...

gledileg jól allir saman!

bestu jólakvedjur frá perú,

halla og gígja

föstudagur, desember 19, 2008

aftur i perú

vid gigja hofdum akvedid ad skella okkur i amazon. leidir skyldu skiljast vid hauk og vid verda ad duett ad nyju. hins vegar tha vard skyndiakvordun til thess ad adskilnadi var frestad um 3 klst. thad tok okkur um 10 sek. ad skipta um skodun. svo vid heldum aftur upp i haedir la paz og svo stuttu seinna til smabaejarins cobacabana sem er i flaedarmali titicaca-vatnsins. rutuferdin atti ad taka 3 klst. en tok ca. 6 klst. grey rutan var ekki mikid fyrir brekkur eda thad ad skipta um gir. vid vorum nokkud svartsynar a ad vid myndum nokkurn tima komast a leidarenda og thegar rutan keyrdi uta a gotottan pramma tha vorum vid viss um ad ferdin skyldi enda a vatnsbotni. thvi opnudum vid gluggan og teygdum arma til ad gera okkur til fyrir sundsprett. thad reyndist tho ekki naudsynlegt. vid komumst ad lokum a leidarenda. i myrkrinu alpudumst vid svo inn a bleikt hostel thar sem buttud kona med skraeka rodd reyndist mjog vinalegt. skothvellir kvoldsins vondust fljott og vid stelputatur svafum rott.

smabaerinn copacabana reyndist mjog huggulegur fyrir klukkan 10 eda tha foru allir hinir turistarnir a faetur ( vid gigja erum ekki med ur svo vid voknum vid solina, kl. ca. 6-7). tha roltum vid upp i kirkjugard a fjallstindi thadan sem utsynid yfir titicacavatnid var otrulegt. thott utsynid vaeri flott tha limdust augu min vid ca. 3 ára tvíbura sem voru tharna a vappi med foreldrum sinum. foreldrarnir voru farnir ad halda fast i litlu greyin thar sem ahugi minn a strakunum var abygggilega farinn ad virka glaepsamlegur.

thad tok okkur nokkrar minutur ad komast yfir landamaerin og bolivuloggan hafdi ekki jafnmikinn ahuga a thvi ad vita hvort vid aettum kaerasta og their perusku. 2 klst. sidar vorum vid komnar til puno. puno sem liggur hinum megin vid titicacavatnid. a morgun aetlum vid i siglingu og svo liggur leidin til cuzco. thad kemur betur og betur i ljos hvar vid gigja munum eyda jolunum. ( eg er enntha sar ut i gigju fyrir ad hafa ekki keypt grenisprey i boliviu, tha hefdu sko jolin ordid ekta ). thad er aldrei ad vita nema ad hun setji upp jolasveina-hufu og tha gaeti eg mogulega fyrirgefid henni. en allt kemur i ljos.

bestu kvedjur fra peru
Halla og Gigja

miðvikudagur, desember 17, 2008


nu erum vid komnar til hins frabaera baejar corioco i boliviu. margt hefur a daga okkar drifid. fra lima heldum vid til arequipa i sudur-peru. eyddum notarlegum degi a storu torgi og a vappi. svo hofdum vid hugsad okkur ad komast til boliviu. tha komumst vid ad thvi ad eina rutufyrirtaekid sem faeri thessa leid rukkadi 45 dollara og heldi ad stad kl 1 um nott. okkur leist ekkert a thad og thvi keyptum vid okkur mida med henni julsu ad landamaerunum. kl. 4 um nott komum vid i smabaeinn desaguadero. thar sem halla vakti gigju med ordunum "gigja, vid erum komnar, thad er myrkur og thad er ekki rutustod". serkennilegar adsteadur sem reyndust tho vera uppskrift ad huggulegri naeturstund i rod fyrir utan landamaerastodina. vid hjufrudum okkur inn i teppi og horfdum a baeinn vakna og solina koma upp yfir bolivisku fjollin. eftir nokkra stimpla og othaegilega nain samskypti vid landamaeraverdi komumst vid til fyrirheitna landsins boliviu.

vansvefta en mjog anaegdar med lifid og tilveruna komum vid til la paz i boliviu. la paz er stadsett i natturulegri skal og er otrulega flott ad sja. thad leid ekki ad longu ad vid hofdum dottid inn a notalegt hostel thar sem vid hittum a hauk nokkurn. thad tok la paz einn dag ad verda ad uppahaldi. brattar brekkur og folk a ferli. hadegismatur fyrir 100 kr. i gaer heldum vid adeins ut fyrir baeinn i klettadal thar sem vid fylgdumst med faklaeddum boliviustelpum leika i tonlistarmyndbandi og gigja fekk meira ad segja ad taka thatt i einu skoti. svo bidid og sjaid hvort gigja verdi ekki i naesta myndbandi med shakira.

i morgun tok svo vid hjolatur thegar vid yfirgafum la paz og heldum hjolandi 70 km leid ur 4700 metrum nisri 1200 m. mommu minnar vegna aetla eg ekki asegja hvad thessi huggulega hjolaleid heitir en hun var algjorlega frabaer. ekki a hverjum degi ad madur upplifir thad ad hjola ur snjo nidri hitabeltisloftslag a halfum degi. hjolaturinn endadi i corioco og i stad thess ad halda beinustu leid til baka komum vid okkur fyrir a torgi baejarins, glomrudum a gitar, tuggum cocalauf og letum hotlehaldara baejarins bjoda i okkur i gistingu. nu dveljum vid a einu flottasta hoteli sem vid hofum komid a fyrir ca. 300 kr. isl. a morgun heldur haukur til brasiliu til ad halda upp a jolin en vid stelputatur munum lata aevintyrin elta okkur.

thangad til naest,
halla og gigja

laugardagur, desember 13, 2008

vid vorum ekki bjartsynar ad vid kaemumst heilar a afangastad i gaer. stodum oftar en einu sinni fyrir framan opnar dyr og leitudum ad utgonguleid. hins vegar tha hefur ferdalagid gengid mjog vel. erum bunar ad eiga vodagodan og heitan dag i lima. fengid blistur, eignast ofaa vini, fengid gjafir og hvadeina. thad tekur mig merkilega stuttan tima ad detta inn i thetta aftur, kaosina, folksmergdina, lyktina, ofurfulla straetoa, brjaludu umferdina og solbrunann.

i kvold holdum vid upp i fjollin eda til arequipa. thar sem kuldinn tekur brunann ad ser. hafid thad gott a froni.

Halla og Gigja

fimmtudagur, desember 04, 2008




innan skamms munum við gígja halda á vit ævintýranna. við munum reyna að hnoða sitthverju saman og setja hingað inn á leiðinni.
ef davíð oddson byggi í bandaríkjunum - þá væri búið að skjóta hann.

fimmtudagur, október 09, 2008

stúdentaleikhúsið