föstudagur, desember 03, 2004

foreldrar minir herna i peru eru 68 og 67 ara. thau taka thvi ansi rolega, litid annad gert en horft a sjonvarp, sofa og ju fara i kirkju. thad sem meiri hluti dagsins fer i er ad sja um matinn. pabbinn planar allt saman, fer a markadinn og verslar. skrifar verdid a ollu og reiknar allt ut. svo er adalumraeduefnid yfir matnum hvad fiskurinn kostadi i dag eda saetu kartoflurnar. mamman byrjar svo ad elda um klukkan 10 a morgnanna thott maturinn se a milli 3 og 4. matartiminn er thvi hapunktur dagsins, thott litid fari i annarskonar umraedur en hvad allt kostadi a markadnum.

maturinn er voda godur. i thad minnsta tveir diksar a hverjum degi. alltaf supa og svo diskur med maltidinni. annadslagid er svo eftirmatur lika eda aukaforrettur. uff. svo bordum vid reyndar ekki kvoldmat sem er fint. hitinn ( sem fer upp fyrir 30 stig a hverjum einasta degi nuna ) gerir mann ekki mjog svangann. maturinn er voda godur. vid bordum fisk sirka 4 sinnum i viku. fyrstu 2 manudina vard eg 6 sinnum veik af matnum, aeldi fra mer vitinu, en nuna er eg bara hress.

vid eldamenskuna hefur mamman thjonustustelpu. nuna erum vid med thjonustustelpu numer 3. thaer eru sko allar saga ad segja fra.

1. stelpan. irma, vodalega saet stelpa ur fjollunum bara 15 ara. pinulitil og voda feimin. mer likadi rosa vel vid hana. hun atti heima hja okkur en for adrahverja helgi til fraenku sinnar i baenum sem var voda vond. eg reyndi ad vera voda god vid hana thott eg gaeti ekki sagt mikid og vid urdum bara hinar prydilegustu vinkonur. en svo var hun bara allt i einu farin og eg fekk ekkert ad vita. eftir einn og halfan manud. for heim til sin sem er i 9 klst fjarlaegd. eg var frekar sar.

2. stelpan . milla, mer likadi aldrei vel vid hana. 27 ara. hun kalladi mig bara stelpuna og trudi mer aldrei thegar eg sagdi eitthvad eda skyldi mig ekki, en let eins og hun skyldi mig. eg byrjadi ad laesa herberginu minu thager hun kom i husid. svo ef eg bakadi eitthvad eda eldadi i eldhusinu var hun duglega ad gretta sig yfir thvi og hneikslast. ef eg var ad vaska eitthvad upp skellti hun mjodminni i mig og til ad komast ad vaskinum. hunn stakk af einn daginn. hringdi svo og vildi koma aftur, stakk svo aftur af og vildi svo aftur koma aftur en tha vorum vid komin med nyja.

3.stelpan. carlotta, thad byrjadi skrautlega og verdur bara skrautlegra. hun vildi ekki hleypa mer inn fyrsta daginn sinn. fattadi ekki ad eg gaeti hugsanlega att heima i thessu husi. hefur sidan bara kallad mig barnid, gringuna eda dukkuna. eda thangad til eg vinsamlega benti henni a ad eg hetei halla. hun tilkynnti mer tha ad hun myndi bara kalla mig señorita. jaeja allaavega skarra en hitt. en mer for ekkert ad litast a blikuna thegar pabbinn sagdi mer ad hun hefdi sagt honum hvad hana langadi mikid ad fa ad koma vid mig. hun er mjog dugleg ad framfylgja thvi og mer er farid ad lida eins og dukku. hun er ca. taeplega fimmtug en heldur thvi statt og stodugt fram ad hun se 28 ara. vid glottum oll thegar hun toglast a thvi fram og aftur. greyid konan er svo hrikalega treggafud ad eg efast um ad hun verdi lengi hja okkur, fellur ekki vel i kramid a gomlu konunni og ekki baetti htad ur skak thegar hun slo pabbann fyrir ad koma of nalaegt ser. en eg get allavega safnad sogum af henni thangad til.


Engin ummæli: