laugardagur, apríl 15, 2006

hver er maðurinn/konan?:

"Við fórum í tívolí í gær. Ég fór í öll tækin. Ég fékk líka ís og vann beygjanlegan blýant af því öll börn fengu vinning þótt þau töpuðu. Ég borgaði 20 kr fyrir að brjóta fimm diska á einum bás. Síðan keypti ég mér rauða hárkollu og reyndi að vinna rauðan "I Love You" hjartabangsa. Starfsfólkið hélt að ég væri fjórtán ára. Það fannst okkur mömmu fyndið.

Uppáhalds myndin mín þegar ég var ung og geðveik var söngvamyndin Gypsy með Bette Midler í aðalhlutverki. Á Laugarásvídjóleigunni var til eitt eintak af myndinni og ég var sú eina sem hafði nokkurn tímann leigt hana, en ég leigði hana alltaf reglulega."

svooo lýsandi fyrir vissan snilling

Engin ummæli: