það voru 4 stelpur sem stoppuðu mig á laugaveginum. sögðust vera frá hollandi. já, sagði ég og var voða almennileg, alltaf til í að hjálpa viltum útlendignum. þær buðu mér á ráðstefnu, sem væri tilvalin fyrir mig ef ég elskaði jesú. ráðstefnu sem vegurinn í kópavogi stæði fyrir. ég sagði bara "interesting" og "nice" til skiptis og var oboðslega góð á því. smeigði mér þó frá mætingu með því að ljúga því að ég væri á leið útá land, en lofaði að dreifa nokkrum miðum fyrir þær.
ég var samt með amviskubit. ég hef komist að því fyrir löngu að ég elska jesú ekkert meira en aðra menn sem voru uppi fyrir 2000 árum. en alltaf þegar ég lendi í þessum aðstæðum stend ég sjálfa mig að því að vera svo almennileg og áhugsöm að það kyndir undir boðberum jesú. þótt það stangist á við mína trú. vil vera almennileg þótt mín innri sannfæring sé algjörlega á skjön við boðskap þeirra.
er það kannski ekkert skárra að vera kammó útá götu og styðja við áróður sértrúarsafnaða sem stangast á við mína innri tilfiiningu en bara að vera köld og ganga í burtu?
laugardagur, apríl 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli