miðvikudagur, apríl 19, 2006

ég hef umturnað lífi mínu, orsök: ég hef týnt skólakortinu mínu (strætókort í 9 mánuði). það hefur sína kosti og galla.

gallar:
það kostaði 25.000 kr.
nú tekur það mig lengur en 30 mín að komast niðrí bæ.
ég mun fá meiri vöðvabólgu á því að bera skólatöskuna mína.
ég mæti sveitt í skólann.
vond lykt af mér.
snýki meira för og er óþolandi.
foreldrar mínir verða þreytt og pirruð á að pikka mig upp.

en kostirnir eru fleiri:
það er löngu búið að borga sig.
það er nú að koma lok apríl og kortið gilti til 1 jún.
læri kannski að tjilla meira.
kannski fæ ég freknur.
ég verð að laga hjólið mitt.
ég labba meira.
ég hjóla meira.
anda að mér fersku lofti.
manna mig frekar uppí sníkja far.
redda mér.
kem sveitt í skólann.

Engin ummæli: