mánudagur, apríl 17, 2006

það er svo langt síðan að ég hef átt frí að ég kann ekki að vera eirðalaus. ég æði bara aftur og aftur út að labba eða í sund. þótt það sé í raun nóg að gera við lærdóminn.

ég held að eirðarleysi mitt sé svo sérkennilegt þesa stundina vegna ákveðins stefnuleysis og óvissu. það er svo skrítið að hanga í lausu lofti með það sem tekur við í nánustu framtíð.

ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að gera í sumar, hvað þá hvað ég mun gera næsta vetur. ég er þó hlaðin hugmyndum.

eirðarleysi mitt einkennist af gnógt hugmynda en sem hlaðast í fjall á herðum mér. því eins og andri snær segir í bókinni sinni þá: "er hugmyndin af sjálfstæðu fólki ekki sjálfstætt fólk" og "hugmyndin af bíl ekki bíll". ég verð að láta hugmyndirnar verða að einhverju áþreifanlegu. en þær eru orðnar að fjalli sem krefst kjarksöfnunar til uppgöngu.

og með síðustu setningunni gróf ég holu sem ég datt oní.

Engin ummæli: