þriðjudagur, apríl 04, 2006

í dag átti ég í hrókasamræðum við hildi ploder, tuma, gígju og rán um það hvort maður blotnaði meira á því að labba ákveðna vegalengd eða hlaupa í rigningu. aðallega ég á móti tuma. ég sagði að maður kæmist þurrari vegalngdina ef maður hlypi nokkuð rösklega en tumi sagði að þá myndi maður safna mun fleiri dropum, maður myndi klessa á fleiri. ég skyldi nú alveg hvað hann var að fara en ég vildi ekki sætta mig við aðra hugmynd en mína fyrr en ég væri búin að skrifa vísindavefnum. en lánið lék við mig. við erum greinilega ekki þau einu sem hafa vellt þessu fyrir okkur.

http://visindavefur.hi.is/?id=232

þar hafið þið það hildur og tumi!

Engin ummæli: