ég held að það hafi verið réttlætiskennd mín sem var að tala þegar reiðin blossaði upp við áhorf þessa myndbands. þetta er komið út í algjöra vitleysu. vörubílstjórarnir búnir að sprengja alla þolinmæði og lögreglan farin að grípa til ofbeldis.
hvað býr að baki? er sérsveitin skipuð mönnum sem býða eftir að fá útrás fyrir ofbeldið sitt án persónulegra afleiðinga eða málalenginga. ætlar lögreglan að leysa baráttumál vörubílstjóra með ofbeldi? halda vörubílstjórar að þeir öðlist virðingu með skítkasti og grjótkasti.
ég skil ekki af hverju svona mál fara alltaf út í vitleysu hérna á íslandi. við erum lítil þjóð þar sem fáeinar hræður mótmæla allt er rólegt miðað við erlendis. við njótum þeirra forréttinda að vera fámenn, auðug þjóð sem ætti að geta unnið flestum málum á sómasamlegan hátt. við gerum það hins vegar ekki. mótmæli ganga út í öfgar og virðast hætta að vera málefnaleg málefnabarátta. lögregluvaldið vill vera hluti af stórþjóð og nota það sem ætti að heita úrslita kosti þegar þeim hentar. táragas, handtökur og brimvörðu búningana sína. er þetta minnimáttarkenndin sem talar? leystust e-r vandamál í dag? er e-r sáttur? jú kannski ofbeldissinnar. ég vona að þetta sé ekki það sem kemur dómínukeðjunni af stað.
miðvikudagur, apríl 23, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli