laugardagur, apríl 26, 2008

ég gat ekki annað en heyrt samræðurnar á næsta borði.

tvær ca. 15 ára stelpur með tískublöð

a: maður á ekki að byrja á svona lýtaaðgerðum, þá verður maður svona.
b: það er samt allt í lagi svona ein eða tvær
a: já, kannski.

(skoða viðbeinin sín)
b: hvernig er beinið mitt?
a: það stendur alveg svolítið út, en mitt?
b: já, alveg meira en mitt.

b: oh, ég væri til í að vera svona mjó
a: þú ert svona mjó
b: nei ekki næstum því! ekki næstum því! (ca. 175cm og 55 kg)

b: heyrðu, strákarnir sögðu um daginn að þú værir með stór brjóst
a: er það?
b: já.

a: veistu hver _____ er ?
b: nei, hver er það?
a: æi, hún er þarna í ____ skólanum.
a: hún er sko með stærri brjóst en pamela anderson
b: í alvöru?
a: já ég skal sýna þér það á eftir, þau eru sko náttúruleg.
b: er það?
a: já, og það er sko alltaf strákar að stoppa hana í smáralind og láta hana hoppa fyrir sig.
b: ok, er hún feit?
a: já, kannski svona.
b: oj.

a: heyrðu veistu hvað?
b: hvað?
a: mamma hennar _____ er búin að eignast 3 börn og er með alveg sléttan maga.
b: í alvöru.
a: mig langar geðveikt að vera þannig.

Engin ummæli: