sunnudagur, apríl 20, 2008

próflestur er hafinn og hann vex mér svo óskaplega í augum. ég reyni að ná endum saman en mér til óhugnaðar sé ég stöðugt fyrir mér ármann jakobsson með prik og kalda glottið sitt sem hver sá maður sem veit ekki allt fær að kenna á.ástæða lærileysis ásamt blogg-leysis er sú að leiklistin hefur haldið mér í heljargreipum. síðan í janúar hefur allur minn tími farið í æfingar og undirbúning. sem betur fer varð e-r afrakstur á þessu öllu saman og standa nú yfir sýningar á „drottinn blessi blokkina.“

einungis 4 sýningar eru eftir og ég hvet alla eindregið til að skella sér enda óskaplega krúttleg og hugguleg sýning.

sýningarnar sem eru eftir verða:

mán. 21. apríl kl. 20.00
þri. 22. apríl kl. 20.00
fim 24. apríl kl. 20.00
fös. 25. apríl kl. 23.30

miðasala er í síma 823 0823

nánar á http://studentaleikhusid.is

Engin ummæli: