guðný frá klömbrum dó úr ást. maður guðnýjar, séra sveinn níelsson, yfirgaf guðnýju eftir átta ára hjónaband og olli skilnaðurinn henni slíkum harmi að hún veslaðist upp og dó.
sveini var lýst svo: "sveinn var með afbrigðum glæsilegur maður, hár, herðibreiður og svipmikill. hann var skapstór, stilltur, en þykkjuþungur. nokkuð þótti hann viðkvæmur fyrir sjálfum sér og jafnvel hégómagjarn." guðnýju var lýst svo: "guðný var smávaxin og fínbyggð og meira hneigð til söngs, ljóðagerðar og bóklesturs en búsýslu.... hún var annáluð fyrir góðsemi sína og hjartahlýju." um samskipti þeirra hjóna segir svo: "ekki munu hjónin hafa verið skaplík, og sagnir eru til um árekstra í hjónabandi þeirra. bera þær sagnir það með sér, að þrátt fyrir gáfur og menntun séra sveins hafi guðný verið honum snjallari á ýmsum sviðum....bæði hjónin ortu ljóð og vísur, en ekki lék á tveim tungum, hvort þeirra var snjallara á því sviði. viðkvæmni sveins vegna andlegra yfirburða konu hans verður aðeins skilin sem afleiðing af stolti hans og óvenjulegri tilfinningasemi fyrir sjálfum sér."
"sit ég og syrgi" eftir guðnýju frá klömbrum.
sit ég og syrgi mér horfinn
sárt þreyða vininn,
er lifir í laufgræna dalnum
þótt látin sé ástin.
fjöll eru og firnindi vestra
hann felst þeim að baki.
gott er að sjá þig nú sælan,
þá sigrar mig dauðinn.
mér finnst ólíklegt að til séu dæmi sem eru á hinn veginn. að kona fari frá manni því að hann sé betri en hún í e-u. konan má ekki vera betri en kallinn. þá fer hann frá henni. þótt hún elski hann það mikið að hún deyi. á hún að bæla sig niður til að honum líði betur?
þótt þetta dæmi sé síðan í gamladaga þá er þetta ennþá til í dag. stormasöm sambönd þar sem strákurinn hegðar sér eins og asni vegna minnimáttakenndar.
einu sinni keppti ég í 1500m hlaupi (í perú) með strákum. ég var búin að æfa og æfa í langan tíma. við vorum um 15 að keppa, ég kom númer 7 í mark af 8. allir strákarnir hættu þegar ég fór fram úr þeim. þeir gátu ekki komið á eftir stelpu í mark. skemmtilegt dæmi.
miðvikudagur, apríl 30, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli