þriðjudagur, apríl 29, 2008

það er ótrúlegt hvernig það er hægt að klúðra því að fá vinnu. ætlaði að vera svo pott þétt með þetta en núna er apríl og ég er ekki með neina af þeim 5 vinnum sem ég sótti um. ég vona að hafnanirnar og klúðrin safnist saman í teygju sem tognar á þangað til að hún sleppur og þá fái maður e-ð frábært upp í hendurnar. er ég kannski of kröfuhörð og bjartsýn? of viss um að ég ætti að geta fengið frábæra vinnu?

ég veit svosem að ég get fengið margar frábærar vinnur. vinnur sem eru skemmtilegar en í algjörri góðgerðavinnu sem kæmi í ljós um hver mánaðarmót. ég get eiginlega ekki unnið svoleiðis vinnu einu sinni enn.

ef e-r veit um vellaunaða vinnu og sæmilega skemmtilega endilega látið mig vita. að vinna með túristum, skrifa og leika í bíómynd þætti mér til dæmis mjög skemmtilegt. hvar ertu himnasending?

Engin ummæli: