þriðjudagur, apríl 22, 2008


ég vaknaði algjörlega í rusli í morgun. mig hafði dreymt að ég hefði sneitt eyrað af honum oddi. ofboðslega ljúfum strák sem á ekkert slæmt skilið. það er ótrúlegt hvað draumar geta farið með mann. í draumnum mínum þá hafði ég verið örlítið pirruð í skapinu og var hann oddur viðstaddur til að lenda undir ausum pirrings míns. til að leggja áherslu á hversu pirruð ég var þá ætlaði ég að þrykkja ótrúlega frábæra hjólinu mínu, sem á heldur ekkert slæmt skilið, í jörðina. það fór ekki betur en svo að ég kastaði hjólinu mínu þannig að það sneiddi eyrað af oddi og þarna stóð hann alblóðugur með eyrað í hendinni. þá vaknaði ég. fyrirgefðu oddur!

Engin ummæli: