föstudagur, maí 07, 2004

ég horfði um daginn á þáttinn o.c. á skjá einum. svona þáttur sem svo margir fyllast eitthverri þrá að lifa betra lífi. þar sem allir eru svo fallegir og svo ríkir og allt svo yfirþyrmandi. en svo er svo skemmtilegt að pæla í því hvort það væri nokkuð svo erfitt að sjá líf eitthvers hérna á íslandi í hyllingu ef aðeins við hefðum þessa effecta sem maður tekur varla eftir í þáttunum en gerir þá um leið svo rosalega. hvernig væri það nú ef öllum atburðum dagsins fylgdi tónlist við hæfi. hvernig væri það nú ef það myndi alltaf dynja franskt rapp þegar maður hlypi á eftir strætó. svo væru allir augngotur súmmaðir út og hægt á. og ekki má gleyma því að hafa tónlist við hæfi. og ég get sannarlega sagt að ef "hössl" dytti algjörlega úr orðaforða íslendinga ef allt dúll með hinu kyninu ( eða sama ) væri undirstrikað með hátindi eitthvers tónlistarlegs meistaraverks, væri sýnt hægt, í súmmi og þar að auki með glimmeri. jah, þá held ég að hollywood yrði ekki lengur í umræðunni.

Engin ummæli: