mánudagur, maí 17, 2004

pústið var ekki langt og holan frekar vanrækt, eða þar til tveimur klukkustundum síðar.
ef nýliðin helgi boðar það sem koma skal, þá verður þetta sannarlegt súper sumar. á föstudaginn skullum við átta stelpur saman í vesturbæjarísbúðinni. marta, ragga og sigrún höfðu gefist upp við að bíða eftir sólsetrinu á gróttu og við védís pikkuðum upp hildi og guðrún og rakel létu sig ekki vanta. allar alveg frekar lúnar eitthvað eftir próftörnina svo ísinn var alveg nóg fyrir kvöldið. hins vegar breyttist það pínu þar sem slegið var upp stelpupartýi í trukknum okkar og við brunuðum niðrí bæ og langaði virkilega til að nota föstudagskvöldið í málþóf á alþingi. en við komust reyndar að því að alþingismenn sofa líka svo við ákváðum að strunsa á borgóbjórkvöld. það samanstóð af afskaplega fáum undir fertugu svo við reyndum reyndar að lappa aðeins uppá dansgólfið en strunsuðum fljótlega út, þó eftir nokkrar góðar sveiflur. stelpupartýið hélt því áfram bara í bláa trukknum og hláturtaugarnar ætluðu allt um koll að keyra. gleðin var í hámarki. en þreytan fór fljótlega að segja til sín og því að haldið heim í bólið til að eiga nú eitthvað eftir fyrir júróvisjónið sem koma skyldi.
laugardagurinn fór mikið í tiltekt og þrif, æfingar og saumaskap en þegar skyggja tók var haldið í júróvisjón partý til hennar sigrúnar eddu. þar var bara ansi góð stemning ýmislegt sem kom uppá en endaði þó vel að lokum. þar var bara nokkuð vel mannað en þó haldið af stað í annað partý er leið á kvöldið. þar lentum við í frekar subbulegu kjallarapartýi þar sem eldhúsvaskurinn var notaður til jafns við salernið. við stelpurnar létum það þó ekki á okkur fá og héldum á okkur góðu stuði og nú hafði dálítill karlpeningur einnig blandað sér í málin. en sem áður var tímanum ekki sóað og skundað á dillon þar sem mh var saman kominn. eða það má segja það og gott betur þar sem nokkuð var um horfna mh-inga, alls ekki til ama. en margt gott fólk var þar á sveimi og hinar skemmtilegustu umræður á margs lags nótum. svo var það að mínu mati vel mannaður hópur sem arkaði þaðan út. þá héldu þó uppákomurnar áfram. já það var svo sannarlega skemmtilegt að hitta til dæmis efnafræðikennarann minn hana soffíu í mjög góðum gír. þar sem hún leysti frá skjóðunni um áhugaverðar langanir til ýmissa gjörða. hildur átti líka gott innlegg þar sem hún stökk á fótboltaþjálfarann hennar ragnhildar og kyssti þar sem hún hélt að hann væri ásgrímur íslenskukennari (sem reyndist síðan líka misskilningur) kvöldsins mun þó líklegast vera minnst sem kvöldsins sem marta gaf skít í skóna sína og tók sér staf í hönd sem gandálfur hinn hvíti eða grái.
sunnudagurinn var svo sannarlega ekki síðri en fyrri dagar helgarinnar en á nokkuð annan hátt. þá spilaði korkusystir mín á útskriftartónleikum sínum í salnum sér til sannarlega mikils sóma þar sem hún fór algjörlega á kostum og stóð sig sko sannarlega með prýði. var svo glæsilega þarna á sviðinu að ég get ekki sagt annað en maður hefði verið frekar stoltur þótt maður ætti ekki mikið í tónleikunum. það var mjög gaman að sjá löngu horfna fjölskylduvini sem poppuðu upp og létu sjá sig ásamt öðrum sem mér þótti mjög gaman að sjá. eftir tónleikana var svo hörku veisla heima í sveitinni og alveg troðið af fólki. mikill matur og mikil gleði. kvöldið var svo kúplað niður með sundferð og kaffihúsi.
þetta var allt of löng færsla, en góð helgi og þakkir fá allir sem átti þátt í henni.

Engin ummæli: