þriðjudagur, maí 04, 2004

það er svo margt sem er hægt að gera á sumrin, ég má til með að rifja upp eina skemmtilega uppákomu sem átti sér stað síðast liðið sumar. þannig var mál með vexti að ég hjólaði alltaf í vinnuna niðrí laugardal kl. 7 á morgnanna síðasta sumar. svo vildi svo skemmtilega til að ég var farin að mæta nokkuð oft nokkrum kórfélögum sem voru sömuleiðis á leið í vinnuna en í hina áttina. við mættumst gjarnan á umferðareyju við miklubrautina svona eldsnemma á morgnanna. þegar doldið liðið á sumarið hittumst við í partýi þar sem bryddað var uppá því hvort málið væri ekki bara að hafa smá morgunkaffi einn svona morgunn við miklubrautina. mikið hlegið og planað eins og þekkist. en það skemmtilega við þessa sögu er að andrarnir og skúli tóku bara svo vel í þetta að andri hringdi kvöldið fyrir síðasta vinnudag minn og spurði hvort málið væri ekki að hrinda þessu í framkvæmd. jú svo sannarlega. svo við hittumst klukkan 7 á umferðareyju við miklubrautina daginn eftir með bollur, álegg, heitt kakó, kaffi og teppi og snæddum þennan prýðilega morgunverð á teppi í rigningunni og leyfðum umferð miklubrautarinnar og aðra vegfarendur bera okkur augum. úr varð bara þræl skemmtileg minning.

Engin ummæli: