fimmtudagur, maí 01, 2008


í dag er verkalýðsdagurinn. þeir mættu vera fleiri.

sólin og vorið gerði það að verkum að ég var mjög sveimhugi yfir lærdómnum í dag. átti notarlegan dag með mömmu minni, elduðum og fórum í sund, akkurat það sem maður á að gera á svona góðum degi. ( til að friða samviskuna )

manni leið eins og síld í tunnu í árbæjarlauginni. en allir voru glaðir og kátir. ég hugsa að íslendingar geti sett met í skapsveiflum á milli þess sem sólin er í felum og þegar hún loksins skríður hátt á loft. íslendingar kunna að meta sólina og líklega líka gróðurhúsaáhrifin. ætli það sé ástæða öfgafullrar orkunotkunar landans?

Engin ummæli: