einu sinni var ekkert mál að týna síma eða veski á íslandi, maður gat verið nokkuð viss um að fá það aftur í hendurnar. núna eru tímarnir breyttir.
á mánudaginn var ég að mála framhliðina á hljómalindarhúsinu, var uppi í stiga og síminn minn lá á tröppunum við dyragættina fyrir neðan mig. ég vissi ekki fyrr en það var búið að nappa honum. þarna beint fyrir framan augun á mér.
það sem gerir þetta reyndar skondið er það að sama dag kemur mamma arkandi. búin að gefast upp á því að reyna að hringja í mig enda slökkt á símanum mínum. tilkynnir mér það að við systurnar (ég og védís) séum ómögulegar með síma. védís eigi ekki einu sinni síma lengur því að hennar síma hafi verið stolið í london daginn áður.
tvíburar tvíburar.
fimmtudagur, maí 22, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli