sunnudagur, maí 18, 2008

lífið er búið að vera ósköp ljúft. amælisboð og góðar stundir með vinum og kunningjum. þess á milli málað hús við laugarveg. eða ég virðist mála mig og stéttina frekar en húsið.

undarlegt atvik átti sér stað í gær. við gígja, ugla og maría kíktum út á lífið. á ölstofunni fóru karlmenn staðarins að rétta henni gígju miða með kámfengnum athugasemdum. jafnvel eigandi staðarins kom valhoppandi með miða. á miðunum voru ýmsar áletranir. sbr. "typpið mitt er kallaður hvalurinn." þetta var orðið óskaplega undarlegt allt saman og þegar miðarnir voru orðnir 5 og kaka í poka bæst við þá strunsuðum við gígja út. ég var orðin stórhneiksluð á hátterni karlpeningsins. í dag hefur gígja svo verið að reyta hár sitt yfir þessu, hvað var eiginlega í gangi.

og nú komst hún að niðurstöðunni. grínið var a la ugla og maría.

Engin ummæli: