ég fékk vinnu og það hefur slaknað á teygjunni.
helga er í leiðsögumannaskólanum og í gær ætluðum við að labba í henglinum. vorum tilbúnar í útivistafötunum klárar í slaginn þegar það kom í ljós að engin var með bíl og að það væri e.t.v. í lengra lagi að labba alla þessa leið. svo við örkuðum í útivistarfötunum í laugina. skemmtilegt tilbreyting. upplifðum reykjavík eins og túristar.
ætlaði að ausa úr skálum pirrings yfir skipulagsmál en einfaldlega nenni því ekki. það eru allir komnir með ógeð á skipulagsmálum í reykjavík, þau voru, eru og munu á næstunni, halda sig í ruglinu.
ég er einnig komin með nóg af lærdómi núna. ég held ekki lengur athygli og sé ég föstudaginn fyrir mér í hyllingum. þá mun langri törn loksins ljúka.
á laugardaginn munu "5 píkur" gera byltingu, segi ekki meir.
miðvikudagur, maí 07, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli