föstudagur, apríl 23, 2004
í dag var dimmison. það er alltaf jafn gaman að sjá hversu vel fólki hefur tekist að plana viðburðinn. en það sem mér finnst án efa eitt það skemmtilegasta er þegar dimmison kórfélagar mæta á kóræfingu. skemmtilega hress og með skemmtilega skrautleg skemmtiatriði. í dag tóku þau andri og björg tetris tvíleik og sigrún sló í gegn með snilldarlagi sínu. þótt þau hafi verið skemmtileg þá held ég að hún sigríður ása verði seint slegin út eftir síðasta dimmison, þegar hún mætti í nunnabúning og söng prestaröddina fyrir messusvörin af öllum sálarkröftum. ég fer ennþá að hlæja þegar ég hugsa um það. en annars þá verð ég samt að viðurkenna að einkennisklæddu mönnunum tókst að toppa braveheart atriðið í fyrra, og ég er ekki viss um að atrið dagsins í dag verði toppað í bráð á þennan hátt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli