fimmtudagur, apríl 22, 2004

gleðilegt sumar!

það er mjög ótrúlegt að sjá hversu gott veður er í dag og það merkilega þá helst því að í dag er einmitt sumardagurinn fyrsti. bara að vona að dagurinn í dag gefi tóninn fyrir komandi sumar. sem væri mjög gleðilegt fyrir utan það að það bendir til enn meiri gróðurhúsa áhrifa með hækkandi hitastigi og tilheyrandi... annars hefur margt á daga mína drifið síðan síðast var bloggað og þá helst að nefna ferð nokkra á egilsstaði með kórnum. ég held að það hafi verið nokkuð einróma sátt við ferðina. var bara mjög gaman og góð aðstaða þótt planið hafi þá helst verið nokkuð þétt skipað, tónleikar gengið upp og ofan og þreyta farin að hrjá lýðinn. en í heildina var þetta mjög góð ferð og ég trúi ekki öðru en að hún hafi hrisst upp í kórfélögum og þjappað þeim saman.

Engin ummæli: