mánudagur, apríl 26, 2004

það er svo langt síðan að það var seinast venjulegur mánudagur. en það sem gerir venjulega mánudaga svo skemmtilega er mánudagshefðin. já á mánudögum eigum við sigrún það sameiginlegt að vera í frönsku í seinasta tíma og þurfa svo að mæta á hljómsveitaræfingu þar sem við erum báðar elstar. það þarf nú ekki að vera alslæmt en við sigrún notum það sem afsökun fyrir því að eiga gott droll eftir skóla á mánudögum sem við köllum mánudagshefðina. þá er jafnan skondrast heim til sigrúnar þar sem brauð er ristað. í dag var sérstaklega skemmtilegur mánuagur þar sem við fengum hugboð í hámarki drollsins að skondrast niðrí bæ og viti menn dettum við ekki bara niðrá tvær stúlkukindur á vappi sem við könnuðumst bara frekar vel við þar sem önnur er með sama dna og ég og hin bara marta smarta. þá höfðu þær einnig átt góðan dag í góða veðrinum. já alltaf jafn gaman þegar sólin lætur sjá sig. þá léttist brúnin gjarnan svo skemmtilega.

Engin ummæli: