fimmtudagur, apríl 29, 2004

mamma er alltaf pínu svekkt yfir því að ég ætli að halda af landi brott og í gær sýndi hún mér eftirfarandi frétt sem kom í morgunblaðinu:

hengdu borgarstjórann í mótmælaskyni

þúsundir manna, sem mótmæltu mikilli spillingu í borginni ilave í perú, ruddust í fyrradag inn í ráðhúsið, tóku þar borgarstjórann og hengdu í næsta ljósastaur. Höfðu þeir einnig á brott með sér þrjá embættismenn borgarinnar og hefur ekkert til þeirra spurst.
borgin ilave er í 4.000 metra hæð uppi í andesfjöllum og búa þar um 90.000 manns, aðallega aymara-indíánar. snemma í þessum mánuði lokuðu borgarbúar öllum vegum til borgarinnar til að leggja áherslu á þá kröfu, að borgarstjórinn, cirilo fernando robles cayomamani, segði af sér. sökuðu þeir hann um að stjórna borginni eins og einræðisherra og hafa stolið opinberu fé. þá hefði ríkisstjórnin aldrei látið svo lítið að bregðast við umkvörtunum þeirra.
eftir að hafa hengt borgarstjórann hélt mannfjöldinn að lögreglustöð í borginni og frelsaði þar þrjá menn, sem höfðu verið handteknir fyrir að kynda undir mótmælunum.


í fyrra las ég tvær bækur sem voru byggðar á sönnum atburðum í perú. "rancas - þorp á heljarþröm"
og "hinn ósýnilegi" eftir manuel scorza. þær sögðu frá þeirri kúgun sem indíánar urðu fyrir í heimalandi sínu, perú, þar sem þeir áttu og eiga ekkert sökótt við yfirvaldið nema að vera til. það var mjög sláandi að sjá hvað þau létu bjóða sér. það var líka séð til þess að höfundurinn væri sendur í útlegð. því held ég að það búi ansi mikið að baki því að þúsundir safnist saman geri eitthvað svo hrottalegt eins og að hengja borgarstjórann sinn.

svo fannst mér bróðir minn koma með góðan púnkt: "halla nær nú ekki að verða borgarstjóri á einu ári!"

Engin ummæli: