föstudagur, apríl 23, 2004

í gærkvöldi fór ég í saumaklúbb með skvísuvinkonum mínum úr árbænum. við vorum allar saman í klúbbi í árseli og fórum saman í hina merkilegustu ferð til slóvakíu um árið og höldum saumaklúbb ca. einu sinni í mánuði svona eftir að leiðir skildu. það sem mér finnst skemmtilegast við það, er það að ég kann alltaf betur og betur að meta þær. þær voru vinkonur mínar í árbæjarskóla, en mér fannst ég samt alltaf pínu útá kannti, hélt að ég væri kannski með eitthverja spes genasamsetningu sem gerði mig bara doldið öðru vísi og að ég þirfti bara að sætta mig við það. en svo fór ég í mh og komst að því að genasamsetning væri ekkert það spes, þar sem ég blandaðist bara hópnum. svona þegar ég hugsa um það eftir á þá sé ég að ég gaf þá bara frekar mikinn skít í árbæjarskólavinkonur mínar, vanmat allann þann vinskap sem þær veittu mér í gegnum árin, vegna þess að hann var ekki alveg efit mínu höfði. tók bara upp eitthvern hroka um að í mh væri besta fólkið. fannst hundleiðinlegt í saumó og var algjörlega með nefið uppí loftið. allavega þá er púnkturinn sá ég er mjög sátt við það hafa áttað mig á því hvað skvísuvinkunur mínar sem frábærar stelpur og hvað mér þykir alltaf skemmtilegt að hitta þær þótt það sé ekki það oft.

Engin ummæli: