laugardagur, apríl 10, 2004
ég leigði í gær myndina the pianist. átti eftir að sjá hana og þurfti að leigja eitthverja mynd fyrir sögu 203 til að fjalla um. mér fannst þetta mjög vel gerð mynd en hún hefur verið að pirra mig mikið síðan í gær. ég get nefninlega ekki skilgreint almennilega hvað mér fannst um hana. þetta er orðið svo skrítið mál. það er búið að gera svo margar myndir um ofsóknirnar gyðinga og aftur og aftur fyllist maður viðbjóði. maður hneykslast á því hvernig í ósköpunum þetta gat gerst og svo stutt síðan. en þannig er það að svona atburðir eiga sér stað enn þann dag í dag. um þessar mundir eru þúsudir manna drepnir í súdan á dag, og það er ekki svo langt síðan að hrikaleg fjöldamorð voru framin í rúanda. þetta er í nútímanum. en svo hugsa ég jú já ofsóknir gyðinga voru náttúrulega á vesturlöndum sem fluttu það svo miklu nær. en ég er samt ekki sátt þar sem heimurinn hefur minnkað svo mikið á seinustu 60 árum með aukinni fjarskiptatækni og öðrum tækniframförum. mér fannst líka mjög erfitt með myndina var að hún vann mann algjörlega á band með gyðingunum sem er doldið kaldhæðnislegt þar sem þeirra fólk á sinn þátt í því að í dag geisar mikill ófriður í vissum miðjarðarhafslöndum og að þar þurfi óbreyttir borgar að sæta ofbledi og morðum fyrir jafn mikla sök og gyðingar áður fyrr. ég er samt ekki að réttlæta þessa hrikalegu atburði sem áttu sér stað í seinni heimsstyrjöldinni. það er mjög erfitt að kyngja því að þessi harka og fantaskapur skuli finnast í manneðlinu sem á að heita vitra skepna jarðarinnar. en það að með þessum fjölda mynda um seinni heimsstrjöldina þá koma þessir atburðir út þannig að þeir eigi sér ekki sambærileg dæmi. en sú er alls ekki raunin, þetta á sér stað útum allan heim án þess að nokkuð eða lítið sé að gert.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli