föstudagur, apríl 09, 2004

svona talandi um ferðir, þá fór ég í eina í gær sem var jú já merkilega lík ilmandi blómabreiðu, svona fyrst ég er komin í svona innilegar myndlýsingar. við stelpuskjáturnar skelltum okkur nefninlega uppí bústað. þar var lítið annað gert en eldað, borðað, farið í göngutúra, spilað og kúrt. uppskrift af frábærri afslöppunarferð. já, dýrindismatur, frábærar gönguferðir þar sem við sigrún fengum útrás fyrir ofvirknina og ljúfur tími eftirmats og spila. ég verð samt að segja að sá eða sú sem fann upp orðatiltækið að sá sem er óheppinn í spilum sé heppinn í ástum reddaði kvöldinu. það er að segja hélt mér í góðum gír fram eftir kvöldi þrátt fyrir fáránlega léglega spilatækni eða heppni. allavega þá var ég alls ekki það sár þar sem ég var virkilega farin að trúa því að nú kæmi prinsinn á hvíta hestinum og bankaði á bústaðarhurðina með písknum sínum og saman myndum við hverfa í sólarlagið. en nei svo varð ekki. pínu vonbrigði en samt ekki þar sem þessir klukkutímar í góðra vinahópi gátu ekki auðveldlega verið toppaðir af prinsi á hvítum hesti. sérstaklega ekki þar sem ég er ekki það mikið fyrir hesta og hvað þá prinsa, nema kannski william, það bara frekar ófrumlegt. en jæja. frábær ferð í alla staði. og nú væri kannski sniðugt að snúa sér að lærdómnum.

Engin ummæli: