ætla að setja inn síðasta þáttinn. er annars að hafa mjög gaman af airwaves og get ekki beðið eftir að setja inn svolítinn úrdrátt hátíðarinnar.
5. þáttur
tók þá heimskulegu ákvörðun að leita uppi 1. dagbókina mína. sú dagbók varð til þegar ég var 12 ára og nýflutt heim frá kanada, erfiður tími. get ekki annað sagt en að það hafi verið niðurdrepandi að lesa hvernig maður ofmat suma og vanmat aðra. gott þó að vita að maður viti betur núna. ég vildi að ég gæti afsakað hugsanir mínar sætt mig þær með staðhæfingunni “ ég var 12 ára “ en það er erfitt að horfa á að þetta var maður sjálfur. orðið ,,æðislega” var í hávegum haft og ótrúlegur síðufjöldi fór í að rakka sjálfa mig niður. ég vona að ég hafi aðallega skrifað í þessa bók þegar mér leið illa. annars myndi ég hafa flokkast sem mjög þunglyndur 12 ára krakki. en inná milli orða eins og ,,æðislega” ,,ljót” ,,hvít” ,,who cares” ,,óspennandi” og ,,abc” orða rakst ég á texta sem stingur í stúf við allt hitt. texta sem ég skrifaði um afa minn:
afi minn
afi minn var alltaf besti afi í heimi. þegar hann lagði kapal, þegar hann svaf og jafnvel þegar hann tók út úr sér gervitennurnar. ég man þegar ég var svona 4 ára, þá tók hann út úr sér gervitennurnar og setti þær í glas. ég hefði aldrei séð svona áður og var alveg rosalega gáttuð. næstu mínútunum eyddi ég svo í að reyna að ná mínum tönnum úr, á meðan afi bara brosti. ég man líka hvað mér fannst skrítið að heilsa honum því að þegar hann tók í hendina á manni hrissti hann hana svo mikið að maður hristist allur eins og í jarðskjálfta. mér fannst líka alltaf jafnskrítið að kyssa afa á kinnina því hann var alltaf rakaður og maður fann broddana stingast í kinnarnar (öruglega bara útaf því að pabbi hefur alltaf haft skegg ). ég á endalausar góðar minningar um afa. eins og þegar við sátum í grasinu í reitnum uppí kjós, borðuðum nesti og létum sólina hlýja okkur. þegar við fórum að kirkjuhóli og í húsafell. og þegar amma og hann höfðu lagt leið sína í heimsókn til okkar bæði til bandaríkjanna og kanada og við védís þurftum að segja frá öllu sem var í kringum okkur. en samt voru þau svo áhugasöm og þolinmóð þó að þau hefðu oft heyrt söguna oftar en einu sinni. ég man þegar við lékum okkur í garðinum í viðjugerðinu eða á dýnum sem við settum í stigann og notuðum sem rennibraut þegar það var leiðinlegt veður úti. þegar við sátum í eldhúsinu og föndruðum á eldhúsborðinu á móti afa sem sat alltaf í stólnum sínum og horfði á t.d. pappadisk verða að manni með rautt sítt hár og átti að vera afi að hugsa og þegar við komum hlaupandi upp stigann í leit að afa og þegar við fundum hann dauðþreyttan, sofandi í sófanum efir að hafa þurft að líta eftir nokkrum krakkagríslingum.
mánudagur, október 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli