ég ætlaði að vakna snemma á laugardaginn. vaknaði ekki snemma og barasta frekar löt. svo ég ákvað að njóta letinnar og settist í litla bláa eldhúsið okkar á þorfinnsgötunni. ég opnaði blaðið, sem ber nú nýja heitið 24 stundir, og las nokkrar greinar. þar á meðal voru greinar um bjöllur sem eyðileggja við í gömlum húsum, sakamál frá liðnum tíma og grein um niðurfellt nauðgunarmál.
það þykir ekki sæta tíðindum að nauðgunarmál sem þetta sé fellt niður. það eru ekki margir dómar sem falla í nauðgunarmálum. mál sem eru hrottaleg og virðast ótvíræð eru felld niður umvörpum.
vandinn liggur í samfélaginu í heild svo ég byrji nú bara á umfjöllunum um nauðganir. það skar í augu þennan morgun, og ekki í fyrsta skiptið, hvernig frásagnarstílnum var háttað. þessi tiltekni blaðamaður hefur ábyggilega ekki haft neitt slæmt fyrir sér eða efast um sanngildi eigin greinar, en hann féll samt í sömu súpu og aðrir kollegar hanns.
í greininni stóð: ,,konan er ein af þeim 12 konum sem töldu að sér hefði verið nauðgað árið 1998.” og oftar en ekki sér maður: ,,meint nauðgun." það er hræðilegt að þetta skulu vera svona. það er dregið í efa að konan geti gert sér grein fyrir því hvort svo alvarlegur glæpur hafi verið framinn á sér. í raun verið óbeint að véfengja vitnisburð hennar. þessi frásagnarmáti er nær undantekningalaust frásagnarmáti nauðgunarmála. aldrei myndum við sjá í 24 stundum. ,,maður taldi að hann hefði verið barinn” eða ,,meint líkamsárás."
(vitnað í fyrirlestra jafningjafræðslunnar sumarið 2007)
mánudagur, október 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli