3. þáttur
á leið minni í eymundsson hjólaði ég næstum á dauða dúfu. ég öskraði eins og smástelpa og var næstum flogin af hjólinu og fyrir stelpurnar tvær sem ég var að spjalla við. þá hefði dauða dúfan, í eins miklu sakleysi og hægt var að finna, getað orðið valdur af kjánalegu slysi. ég get ekki útskýrt af hverju dauð dýr á götunum, sérstaklega fuglar, kalla fram þessa tilfinningu í mér. ég kúgast og fæ einkenni áfallaröskunar í nokkurn tíma á eftir. sé myndina af fuglinum eða dýrinu poppa upp fyrir hugskotssjónir aftur og aftur.
(í mínu tilviki var afskaplega heimskulegt að googla orðin "dead bird")
ég var að velta því fyrir mér hvernig ég hefði átt að útskýra “næstum því æluna” sem var við það að steypast yfir fína bíl bæjarstjórans á álftanesi eftir að ég keyrði yfir dauðan máf á hringbrautinni. ég kúgaðist svo mikið og rembdist svo við að kyngja ælunni að ég var vart ökuhæf. þetta hlýtur að flokkast undir það sama og ofsahræðsla við köngulær og ánamaðka. mamma segir að þetta sé e-h genatengt og við litla umhugsun get ég samþykkt það. allavega þekki ég engan sem þjáist af sömu geðveiki nema hana védísi og hún er jú sú eina í heiminum sem er með nákvæmlega sömu genasamsetningu og ég.
mánudagur, október 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli