mánudagur, október 15, 2007

2.þáttur
ég fór heim í andleysi mínu til mömmu og pabba. lærði smá og svo horfðum við á myndina lystina að lifa um hana örnu sem er langt leidd í heimi átröskunar. þetta var hræðileg mynd en ég held hún sé mikilvæg til að opna augu almennings fyrir þessum hræðilega sjúkdómi.átröskun er erfiður sjúkdómur og það er erfitt að vita hvernig maður á að snúa sér í meðhöndlun hans. sem vinur vill maður gera það sem í manns valdi stendur að brjóta á þessum sjúkdómi en það er svo mikið vonleysi sem fylgir geðsjúkdómi sem einkennist af því að sjúklingurinn hefur enga hvöt til að læknast. vill ekki breytast því hann sér sér ekki hag í því að hætta að verða mjór. vill sjúklingurinn breyta jákvæðu athyglinni sem hann fær frá módelskrifstofum, félögum, strákum, stelpum og samfélaginu í heild?edda í forma kom til okkar í jafningjafræðslunni í sumar. það var sárt að tala um þennan sjúkdóm. hvernig umhverfið og þessi brjálæðislega heilsudella og utanaðkomandi þrýstingur um grannan líkama hefur orðið orsök þess að prósentutala átröskunarsjúklinga hefur aukist mjög á undanförnum árum.

ég var eftir mig eftir að hafa séð þessa mynd. ég var svo reið gagnvart samfélaginu. holdafar íslendinga hefur snúist upp í öfgar í sitthvora áttina. ástæða offitu felst í því að börn og fullorðnir borða óhollt, óreglulega og hreyfa sig ekki neitt. ekki í því að þeir borða. krakkar eru alveg hætt að labba í skólann, skólaeldhúsin virðast mörg hver vera að berjast við fjárhagsörðuleika sem veldur því að börnin borða ekki einu sinni hollt í skólanum. svo koma margir foreldrar seint heim á kvöldin og grípa e-h skyndibita með sem krakkarnir borða rétt fyrir svefninn. sökin liggur hjá mörgum.svo er það svo fólkið sem lifir fyrir útlitsdýrkunina og tekur þátt í world-class brjálæðinu sem ríkir í samfélaginu okkar. í hádeginu mætir allt ríkasta ( árskort með baðstofu kostar 166.000 ) og fínasta fólkið í world-class í fínu dýru trimm outfittunum sínum til að sýna sig og sjá aðra og ýta undir ennþá meiri útlitsdýrkun. margar konur æfa og æfa þar til þær eru orðnar þvengmjóar og auðvitað líka brúnar og þegar brjóstin eru farin er því bara reddað með því að fá sér sílíkon. karlar og strákar keppast við að vera eins og brad pitt í fight club og hika margir hverjir ekki við að nota vafasöm fæðubótarefni. ég er kannski dómhörð en þetta er bara svo absúrt.

Engin ummæli: