síðasta helgi leið og nú er aftur komin helgi.
airwaveshelgin var mjög skemmtileg og var mjög sniðugt fyrirkomulag að tileinka hverju kvöldi einni staðsetningu.
miðvikudag og fimmtudag var haldið á nasa, föstudag í listasafnið, laugardaguinn í iðnó og sunnudag á gaukinn. þannig fór lítill tími í raðir, maður kynntist nýju efni og hlustaði líka á sitt uppáhald. svo var hægt að rölta eitthvað á milli í lok kvölds. næst er bara að redda sér press-passa þá væri þetta ennþá betra.
loney, dear eru, voru og halda áfram að vera svolítið uppáhald. mér fannst þau mjög skemmtileg í listasafninu á föstudaginn. slógu samt ekki út stemninguna í sumarnóttinni á litla sparkvellinum í götu á g-fest í sumar. en svo voru margir mjög skemmtilegir viðaukar og viðburðir.
annars er vikan búin að vera undirlöggð verkefnavinnu og verkefnaskilum. fyrir utan óhemjulegt skammdegisþunglyndi sem náði tökum á mér. en um það urðu til nokkrar limrur. ( íslenskuæla )
en nú er að duga' eða deyja
dyggð mun við rolu stríð heyja
um lífsins gleði
á dauðabeði
í holuna rolu mun fleygja
það í hjarta hennar og hugarskoti
hún hinkrar þess að bardaga sloti
og reitir sitt hár
þótt vandinn sé knár
ei vill hún vanda' í sínu koti.
svefninn sefar og sættir læti
ef ekki þá stígur við fæti
stelpuskjáta
og sjálfa mun láta
slepp' allri fýlu stað kæti.
laugardagur, október 27, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli