4. þáttur
ég hneikslast á heilsufríkum en kannski er ég bara svona bitur vegna tilraunar minnar til að fara í leikfimi sjálf í gær. ætlaði að skella mér í leikfimi kl. 7 í háskólaræktinni. heyrði kirkjuklukkurnar í neskirkju hringja þegar ég labbaði inn og ánægð með að vera á réttum tíma. það komst samt upp um mig sem antimorgunmanneskju því ég reyndist seinust inn í salinn og þar með sú manneskja sem fékk ekki að vera með því hópurinn einskorðaðist við 20 manns en ekki 21 manneskju. sagt að tíminn ( sem ég hafði nú mætt í áður ) væri fullur og að ég yrði að fara í tækjasalinn. í morgunúrilli mínu og pirringi yfir að hafa rifið mig á fætur fyrir tækjasal, strunsaði ég út í kuldann og myrkrið á stuttermabol. ég myndi frekar æla á tækjasali. bölvaði íþróttahúsi háskólans í sand og ösku og skokkaði út skerjagarðhringinn. þegar ég var eins langt og ég komst í burtu frá heitri sturtu og hlýjum fötum, steyptist ég á hausinn í myrkrinu. og þar sem ég var á stuttermabol, stuttum buxum þá tókst mér að hrufla hendur, handlegg og fót. var hálf volandi alla leiðina til baka og kom svo í blóði mínu og kulda aftur í íþróttahúsið. húsvörðurinn stökk við þegar hún heyrði mig koma þar sem það hafði sennilega kviknað á einhverju samviskubiti með að hafa bannað mér einni að vera með. vildi koma með einhverja málamiðlun og vera almennileg. almennilegheitin fóru uppí annað veldi þegar hún sá mig þarna í blóði mínu. hefur ábyggilega haldið að höfnun leikfimitímans hafi kveikt hjá mér sjálfseyðingarkvöt svo um kvöldið sagði pabbi mér að það væri búið að bæta við þessum leikfimi tímum svo að fleiri kæmust að. ekki vildi greyið konan hafa sjálfsmorð á herðunum. þótt ég geti hlegið að þessu núna þá fannst mér þetta ekki fyndið þá og ég held að ég hafi verið pínu leiðinleg við konuna þegar hún bauðst til að ná í plástur. ég ætlaði svo að vera bara dugleg til að bæta mér upp fyrir að hafa vaknað svona óhemjusnemma en þurfti þá að bíða fyrir utan þjóðabókhlöðuna í korter þar sem hún opnar ekki fyrr en 8.15. skjálfandi af kulda, með hor og blóð lekandi.
þriðjudagur, október 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli