þriðjudagur, október 30, 2007

bjó til nýjan bragarhátt í jólaboði í gær. já, það er frá tvennu að segja:

1. ég er að halda inn á slóðir íslenskunörda. það er bæði fyndið og kjánalegt. ætla að feta þá slóð svo ég geti notið mímis-vísindaferða og virðingar meðal samnemanda minna í íslenskunni, sem er reyndar bara stórskemmtileg.
bragarhátturinn heitir hölluháttur (breytti honum úr brúnahætti í hölluhátt vegna ítrekaðra áskoranna, ekki að ég vilji neitt sérstaklega eigna mér hann) honum fylgja nokkrar bragreglur:
fyrstu orð allra línanna verða að ríma auk seinustu orðanna. það er runurím fremst í línunum og líka aftast.
það eiga að vera stuðlar og höfuðstafir sem eru þannig að í línu 1 eru stuðlar, 2 einn höfuðstafur, 3 einn höfuðstafur og í 4 stuðlar aftur og þetta verða allt að vera sömu samhljóðarnir eða sérhljóðar. hér kemur dæmi:

halla heitir hnáta ein
alla jafna er hún sein
falla hennar bein á stein
kalla-r hátt og heyrist vein

2. þegar það kom jólasnjór í gær ákváðum við maggi að halda lítil jól til öryggis ef það kæmi enginn jólasnjór aftur. fórum þess vegna í bónus og keyptum jólaöl og jólaköku. en til að vera ekki með tvenn íslensk jól fóru þess jól fram á sænsku.

Engin ummæli: